Fyrsti lóðarleigusamningurinn undirritaður

Róbert Ragnarsson starfandi bæjarstjóri og Jón Ben Einarsson sviðsstjóri umhverfissviðs.
Róbert Ragnarsson starfandi bæjarstjóri og Jón Ben Einarsson sviðsstjóri umhverfissviðs.
Mikil uppbygging á sér stað bæði í Garði og Sandgerði þessi misserin og fjölgar íbúum ört. Fyrsti lóðarleigusamningur Sameinaðs sveitarfélags Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs var undirritaður þann 9. júlí um lóðina Breiðhól 1 í Sandgerði. Lóðarhafar eru Hafsteinn Friðriksson og Kolbrún Ásgeirsdóttir sem hyggjast reisa þar einbýlishús.