Frestur til að skila inn athugasemdum við tillögur um nýtt aðalskipulag Suðurnesjabæjar er til 31. desember

Suðurnesjabær hélt opinn fund um þær þrjár tillögur sem voru valdar til áframhaldandi skoðunar fyrir nýtt aðalskipulags sveitarfélagsins. Einar Jón Pálsson, formaður dómnefndar, setti fundinn og fór yfir vinnu nefndarinnar. Teymin sem voru frá Eflu og Nordic, Verkís og Yrki kynntu svo tillögur sínar.

Að formlegum kynningum loknum gafst gestum tækifæri á að skoða tillögurnar nánar, ræða við hugmyndasmiðina og koma með ábendingar.

Tillögurrnar þrjár:

Bæjarstjórn hvetur íbúa og aðra áhugasama til að skoða tillögurnar og senda ábendingar um þær á netfangið afgreidsla@sudurnesjabaer.is

Einnig er  hægt að skoða tillögurnar á bæjarskrifstofum Suðurnesjabæjar í Garði, Sunnubraut 4.

Skipulagsnefnd mun nýta ábendingarnar sem berast í frekari vinnu við nýtt aðalskipulag Suðurnesjabæjar.

Athugasemdafrestur er til 31.12.