Fjölbreytt og skemmtilegt starf hjá Suðurnesjabæ

Fjölbreytt og skemmtilegt starf hjá Suðurnesjabæ

Vegna aukinna verkefna leitar Suðurnesjabær eftir starfsmanni í tímabundið starf til eins árs í þjónustuveri Fjölskyldusviðs. Um er að ræða 65% starfshlutfall og gert er ráð fyrir að starfsmaður vinni alla virka daga á opnunartíma skrifstofu.  

Meðal verkefna eru:
Símsvörun, skráningarvinna og önnur tilfallandi ritarastörf.

Hæfniskröfur:

  • Nám í skrifstofunámi er æskilegt eða reynsla af móttökuritarastarfi.
  • Mikil samskiptahæfni og rík þjónustulund.
  • Góð almenn tölvukunnátta.
  • Reynsla af vinnu við málakerfi.
  • Góð íslenskukunnátta er skilyrði.
  • Góð færni í ensku eða öðru tungumáli er kostur.

 

Umsóknarfrestur er til og með 5. maí 2019

Nánari upplýsingar veitir Guðrún Björg Sigurðardóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs  eða Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs í síma 425-3000. Umsókn ásamt starfsferilsskrá óskast sent á netfangið afgreidsla@sudurnesjabaer.is eða á skrifstofu Suðurnesjabæjar.  

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.  Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

 
Fagmennska – Samvinna - Virðing