Ferskir vindar

Listahátíðin Ferskir vindar er nú hafin og gestir streyma til Suðurnesjabæjar þar sem þeir munu vinna að listsköpun næsta mánuðinn. Listamennirnir sem dvelja í Suðurnesjabæ koma hvaðan af úr heiminum og það verður spennandi að sjá afrakstur vinnu þeirra sem verður til sýnist í byrjun janúar 2020. Við hvetjum íbúa Suðurnesjabæjar til þess að taka vel á móti gestum okkar sem munu lífga uppá bæjarbraginn næstu daga og munu m.a. heimsækja skólana okkar.

Þess má geta að Halldór Lárusson, tónlistarmaður og skólastjóri Tónlistarskóla Sandgerðis, er einn þeirra listamanna sem taka þátt í hátíðinni og erum við í Suðurnesjabæ afar stolt af okkar fulltrúa.

Við hvetjum íbúa og aðra áhugasama til þess að fylgjast með hátíðinni á heimasíðu hennar og facebook síðunni Fresh winds Iceland.