Ertu góður félagi?

Ertu góður félagi?

Félagsþjónusta sameinað sveitarfélag Sandgerði og Garð og Sv. Voga óskar eftir samstarfi við einstaklinga 20 ára og eldri sem hafa mikinn áhuga á starfi með fylgarlausum ungmönnum sem koma til landsins sem dvelja yfirleitt í Hafnarfirði. Um er að ræða starf sem persónulegur ráðgjafi.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

Helstu verkefni persónulegra ráðgjafa er að sinna stuðningi við ungmenni og að vera því góð fyrirmynd. Hlutverk persónulegs ráðgjafa skv. barnaverndarlögum er að veita barni ráðgjöf og leiðbeiningar í þeim tilgangi að styrkja það félagslega og tilfinningalega svo sem í sambandi við tómstundir, menntun og vinnu. Samband persónulegs ráðgjafa og barns byggist á gagnkvæmu trausti og vinsemd. Markmið er einnig að efla sjálfstæði ungmennis til þátttöku í samfélaginu.

Hæfniskröfur

Góðir samskiptahæfileikar

Sjálfstæði í vinnubrögðum

Áhugi og/eða reynsla af vinnu með börnum og ungmönnum

Hreint sakavottorð

 

Frekari upplýsingar um starfið

 

Algengast er að um 40 klst. sé að ræða á mánuði en vinnutími er sveigjanlegur og fer eftur þörfum hvers og eins. Starfið hentar einstaklega vel sem hlutastarf með námi og er góður undirbúningur fyrir alla sem hyggjast stunda nám og/eða störf sem krefjast mannlegra samskipta. Ekki er krafist tiltekinnar menntunar eða reynslu, öll lífsreynsla getur komið að notum. Kostur er að einstaklingar hafi afnot af bifreið.


Nánari upplýsingar um starfið veitir Sóley Gunnarsdóttir í síma 420-7500 eða í tölvupósti á soleyg@sandgerdi.is