Skólastarf að hefjast við tónlistarskólana í Suðurnesjabæ

Nú eru tónlistarskólarnir í Suðurnesjabæ að undirbúa sig fyrir komandi vetur líkt og grunnskólarnir. Eins og flestir hafa tekið eftir er blómstrandi tónlistarlíf í Suðurnesjabæ þannig að við megum vera stolt af.

Enn eru einhver laus pláss í tónlistarskólunum og hvetjum við íbúa til að kynna sér málið!

Þeir sem hafa áhuga á að sækja tónlistarnám við tónlistarskólana í Suðurnesjabæ er bent á netfangið  tonogard@sudurnesjabaer.is fyrir Tónlistarskólann í Garði og heimasíðu Tónlistarskólans í Sandgerði www.tonosand.is og netfangið tonosand@tonosand.is .

Kennsla við Tónlistarskólann í Garði hefst miðvikudaginn 28. ágúst og föstudaginn 23. ágúst við Tónlistarskólann í Sandgerði.