Vinnuskólinn auglýsir eftir flokkstjórum og stjórnanda

Vinnuskólinn auglýsir eftir flokkstjórum og stjórnanda

Vinnuskóli Suðurnesjabæjar er útiskóli þar sem starfið gefur einstaka möguleika á að njóta útivistar og eiga þátt í að prýða umhverfið í Suðurnesjabæ. Vinnuskólinn vinnur fjölbreytt og óhefðbundin verkefni ár hvert þar sem áhersla er lögð á að kynna þátttakendum fyrir vinnumarkaðnum á líflegan og skemmtilegan hátt.

Óskað er eftir ábyrgðarfullum flokkstjórum og stjórnanda til starfa í Vinnuskóla Suðurnesjabæjar. Um er að ræða 100 % störf til þriggja mánaða.

  • Umsækjendur skulu vera 20 ára eða eldri.
  • Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitafélaga.
  • Vinnuskólinn er tóbaks- og vímuefnalaus vinnustaður.
  • Skilyrði er að starfsmenn séu með hreina sakaskrá.

 

Nánari upplýsingar veitir Rut Sigurðardóttir í síma 425-3000 eða á netfanginu rut@sudurnesjabaer.is. Umsóknir og ferilskrá sendist á sama netfang.

Umsóknarfrestur er til 1. mars 2020

Umsóknareyðublað