Vilt þú vera í stýrihóp Heilsueflandi samfélags í Suðurnesjabæ?

Þann 14. janúar undirritaði Magnús Stefánsson bæjarstjóri samning við Ölmu D. Möller landlækni um að Suðurnesjabær gerist Heilsueflandi samfélag.

Meginmarkmið Heilsueflandi samfélags er að styðja samfélög í að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan allra íbúa.

Nú óskar Suðurnesjabær eftir fulltrúa íbúa Suðurnesjabæjar (óháð aldri) til að vera í stýrihópi heilsueflandi samfélags í Suðurnesjabæ. Leitað er eftr áhugasömum einstaklingi sem er tilbúinn í að taka þátt í þessu spennandi verkefni,  það er að taka þátt í að skapa og hafa áhrif á að byggja upp heilsueflandi samfélag í Suðurnesjabæ.

Þeir sem eru áhugsamir eru beðnir um að senda póst á verkefnistjóra rut@sudurnesjabaer.is

Nánari upplýsingar um heilsueflandi samfélag má finna á heimasíðu landlæknis.