Vilt þú móta framtíðina með okkur?

Fræðsluþjónusta Suðurnesjabæjar óskar eftir kennsluráðgjafa til starfa

Suðurnesjabær er framsækið sveitarfélag sem hefur það að leiðarljósi að veita framúrskarandi þjónustu á sviði velferðarmála. Fjölskyldusvið er samþætt þjónustueining og til þess heyrir félags-, frístunda- og fræðsluþjónusta. Lögð er áhersla á að sérfræðingar fjölskyldusviðs vinni í teymum, þvert á stofnanir og beri ábyrgð á þjónustunni í sameiningu. Í Suðurnesjabæ búa um 3500 íbúar.

Kennsluráðgjafi

Starfssvið:

 • Ráðgjöf til starfsfólks leik- og grunnskóla vegna nemenda
 • Eftirfylgd með nemendum
 • Ráðgjöf og fræðsla til foreldra
 • Styðja við snemmtæka íhlutun í samstarfi við aðra sérfræðinga sviðsins
 • Þverfaglegt samstarf og seta í teymum um einstök börn innan skólanna
 • Leiðsögn og aðstoð við þróunarverkefni og nýbreytnistarf
 • Önnur verkefni sem sviðsstjóri eða deildarstjóri felur kennsluráðgjafa

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Kennaramenntun, leyfisbréf til að nota starfsheitið kennari
 • Kennslureynsla og þekking á skólastarfi í leik- og grunnskóla
 • Framhaldsmenntun/meistarapróf á sviði sérkennslu, ráðgjafar og/eða öðru sem nýtist í starfi
 • Þekking á sérkennslu og ráðgjöf
 • Frumkvæði, ábyrgð, sjálfstæði í vinnubrögðum og færni í mannlegum samskiptum
 • Hreint sakavottorð

Umsóknarfrestur er til og með 4. apríl 2020. 

Með umsókn skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil, afrit af leyfisbréfi, kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið og upplýsingar um umsagnaraðila.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Kristín Helgadóttir, deildarstjóri fræðsluþjónustu Suðurnesjabæjar kristin@sudurnesjabaer.is.

Umsóknum skal skilað á rafrænu formi á netfangið afgreidsla@sudurnesjabaer.is