Vilt þú móta framtíðina með okkur?

Yfirsálfræðingur óskast í fullt starf í nýtt teymi fræðsluþjónustu á fjölskyldusviði Suðurnesjabæjar.

Suðurnesjabær er framsækið sveitarfélag sem hefur það að leiðarljósi að veita framúrskarandi þjónustu á sviði velferðarmála. Fjölskyldusvið er samþætt þjónustueining og til þess heyrir öll félags-, frístunda- og fræðsluþjónusta. Lögð er áhersla á að sérfræðingar fjölskyldusviðs vinni í teymum, þvert á stofnanir og beri ábyrgð á þjónustunni í sameiningu. Í Suðurnesjabæ búa um 3550 íbúar.

Yfirsálfræðingur fræðsludeildar

Starfssvið:

  • Ráðgjöf, stuðningur og fræðsla til foreldra barna og starfsfólks leik- og grunnskóla.
  • Sálfræðilegar athuganir og greiningar á börnum, ráðgjöf í kjölfar greininga og eftirfylgd mála.
  • Þverfaglegt samstarf við aðra sérfræðinga innan og utan stofnunarinnar og seta í teymum um einstök börn innan skólanna.
  • Þátttaka í fræðslufundum og námskeiðahaldi fyrir foreldra og starfsfólk leik- og grunnskóla.

 Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Sálfræðimenntun og réttindi til að starfa sem sálfræðingur.
  • Þekking og reynsla af sálfræðilegum athugunum, beitingu greiningarprófa í skólum og ráðgjöf.
  • Frumkvæði, ábyrgð og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Færni í mannlegum samskiptum og þverfaglegu samstarfi.
  • Hreint sakavottorð. 

Umsóknarfrestur er til og með 23. nóvember 2019. 

Með umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf, auk greinargerðar um faglegar áherslur í starfi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í janúar 2020. Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi fagfélaga.

Nánari upplýsingar um störfin veitir Kristín Helgadóttir, deildarstjóri fræðsludeildar Suðurnesjabæjar kristin@sudurnesjabaer.is.

Umsóknum skal skilað á rafrænu formi á netfangið afgreidsla@sudurnesjabaer.is