Umhverfisdagar Suðurnesjabæjar 2020

Í tilefni umhverfisdaga blæs Suðurnesjabær til átaks í bænum þar sem íbúar eru hvattir til að snyrta vel til í sínu nánast umhverfi.

Áhersla er lögð á hreinsun utandyra þar sem lóðir eru hreinsaðar, stéttar sópaðar, hús snyrt og nærumhverfið lagfært.

Íbúum er heimilt að losa rusl í gáma á lóðum áhaldahúsanna án endurgjalds.