Sviðsstjóri Stjórnsýslusviðs.

Sviðsstjóri Stjórnsýslusviðs.

 

Bæjarstjórn hefur samþykkt að Bergný Jóna Sævarsdóttir verði ráðin sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sveitarfélagsins.  Alls sóttu 10 umsækjendur um stöðuna en ein umsókn var dregin til baka.

 

Bergný Jóna Sævarsdóttir er með MPA gráðu í opinberri stjórnsýslu og MPM gráðu í verkefnastjórnun, auk þess að vera menntaður grunnskólakennari.  Þá hefur hún sótt mörg námskeið í stjórnun og samskiptum.  Bergný starfaði m.a. sem verkefnastjóri og gæðastjóri hjá Einkaleyfastofu og síðar sem gæða og verkefnastjóri hjá Strætó bs.  Hún hefur því mikla reynslu af verkefnastjórnun, gæðastjórnun og opinberri stjórnsýslu.  Bergný Jóna Sævarsdóttir er boðin velkomin til starfa.

 

Eftirtalin sóttu um starf sviðsstjóra stjórnsýslusviðs:

 

Bergný Jóna Sævarsdóttir

Björn S Lárusson

Brynja Stephanie Swan

Einar Thorlacius

Garðar Lárusson

Ingibjörg Ýr Jóhannsdóttir

Jónína Kristjánsdóttir

S. Hilmar Guðjónsson

Þór Hauksson Reykdal