Samningar við íþróttafélög undirritaðir

Nú á dögunum gerði Suðurnesjabær samstarfssamninga við Knattspyrnufélagið Víðir, Knattspyrnudeild Kdf. Reynis, Íþróttafélagið Nes og Taekwondo deild Keflavíkur.

Megintilgangur samninganna er að viðhalda því öfluga og góða starfi sem félögin inna af hendi og tryggja gott og faglega skipulagt barna- og unglingastarf undir leiðsögn hæfra leiðbeinanda.

Það var Bergný Jóna Sævarsdóttir, staðgengill bæjarstjóra sem undirritaði samningana fyrir hönd bæjarins, en af tilefninu var kíkt á æfingu hjá Íþróttafélaginu Nes og Taekwondo deild Keflavíkur.