Suðurnesjabær auglýsir eftir starfsfólki í sumarstörf.

Suðurnesjabær auglýsir eftir starfsfólki í eftirfarandi sumarstörf.

 

  • Flokkstjóra vinnuskóla

 

  • Umsjónarmann smíðavalla.

 

  • Stjórnandi vinnuskóla

 

  • Verkstjóra sumarvinnu 17 ára og eldri.

 

Umsóknareyðublað má nálgast hér.

 

Umsækjendur skulu vera 20 ára eða eldri.

Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitafélaga.

 

Vinnuskólinn er tóbaks- og vímuefnalaus vinnustaður.

 

Skilyrði er að starfsmenn séu með hreina sakaskrá.

 

Nánari upplýsingar veitir Rut Sigurðardóttir í síma 425-3000 eða á netfanginu rut@sudurnesjabaer.is. Umsóknir og ferilskrá sendist á sama netfang.

 

Vinnuskólinn- flokkstjórar

Vinnuskóli Suðurnesjabæjar er útiskóli þar sem starfið gefur einstaka möguleika á að njóta útivistar og eiga þátt í að prýða umhverfið í Suðurnesjabæ. Vinnuskólinn vinnur fjölbreytt og óhefðbundin verkefni ár hvert þar sem áhersla er lögð á að kynna þátttakendur fyrir vinnumarkaðnum á líflegan og skemmtilegan hátt.

 

Óskað er eftir ábyrgðarfullum flokkstjórum til starfa í Sandgerði og Garði. Æskilegast er að viðkomandi geti hafið störf í lok maí 2019 eða eftir nánara samkomulagi. Um er að ræða 100 % störf til þriggja mánaða. Umsóknarfrestur er til og með 5. apríl 2019

 

Helstu verkefni og ábyrgð: Flokkstjóri starfar undir stjórn verkefnasstjóra vinnuskóla. Hann stjórnar starfi vinnuskólahóps, kennir nemendum rétt vinnubrögð, vinur með liðsheils og verkvit, er uppbyggilegur og góð fyrirmynd. Flokkstjóri ber ábyrgð á tímaskýrslum, skilum á vinnuskólamati um nemendur og fleira.

 

Hæfniskröfur: Hann þarf að vera nemendum fyrirmynd í heilbrigðum lífsstíl og vera góður í mannlegum samskiptum. Góð íslenskukunnátta er skilyrði. Flokkstjóri þarf að hafa bílpróf.

 

 

Stjórnandi- Vinnuskóla

Stjórnandinnstarfar undir deildarstjóra frístundaþjónustu Fjölskyldusviðs. Hann er framvörður í sumarstarfi Vinnuskólans og stjórnar og samræmir vinnu flokkstjóra og heldur utan um heildarskipulag vinnuskólans. Stjórnandinn skilar greinargerð um sumarstarfið og ber ábyrgð á öllum skilum leiðbeinenda um nemendur, þ.m.t. launaskýrslum til launafulltrúa.

 

Hæfniskröfur: Stjórnandinn þarf að hafa lokið framhaldsskólamenntun, vera orðinn tuttugu ára eða eldri og hafa góða reynslu af vinnu með unglingum.Hann þarf að hafa stjórnunarhæfileika, drifkraft og samskipta- og skipulagsfærni. Stjórnandinn verður að vera leiðbeinendum sínum góð fyrirmynd og hafa skýra framsetningu. Stjórnandinn þarf að hafa bílpróf.

 

Umsjónarmaður Smíðavalla

 

Óskað er eftir einstakling til að sjá um smíðavelli í Suðurnesjabæ í sumar. Á smíðavöllum eru smíðaðir kofar, kassar eða annað þess háttar fyrir unga smiði á aldrinum 9-12 ára.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Skipulagning og utanumhald utan um starfsemi smíðavelli
  • Þáttaka og leiðsögn í hópastarfi á vettvangi
  • Stuðla að jákvæðum og uppbyggilegum samskiptum við börnin.
  • Undirbúningur og frágangur í upphafi/lok dags.

 

Hæfiniskröfur: Æskilegt er að starfsmaður hafi reynslu af starfi með börnum, búi yfir umburðarlyndi, skilning og jákvæðri hvatningu.

Smíðakunnátta kemur sér vel.

Starfsmaðurinn sýni frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum og veiti stuðning þegar þannig aðstæður koma upp.

 

Verkstjóra sumarvinnu 17 ára og eldri.

 

Verkstjóri sumarvinnu 17 ára stýrir starfi fyrir eldri ungmenni. Hann er framvörður í sumarstarfi Sumarvinnunar og stjórnar og samræmir verkefnin og heldur utan um heildarskipulag á slætti í sveitarfélaginu. Verkstjórinn ber ábyrgð á öllum skilum um starfsmenn sumarvinnunar þ.m.t. launaskýrslum til launafulltrúa.

 

Hæfniskröfur: Stjórnandinn þarf að vera orðinn tuttugu ára eða eldri og hafa góða reynslu af vinnu með unglingum. Hann þarf að hafa stjórnunarhæfileika, drifkraft og samskipta- og skipulagsfærni. Verkstjórinn  verður að vera leiðbeinendum sínum góð fyrirmynd og hafa skýra framsetningu. Verkstjórinn þarf að hafa bílpróf.

 

Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um störfin.