Stjórnskipulagið byggir á þremur sviðum

Stjórnskipulag sameinaðs sveitarfélags
Stjórnskipulag sameinaðs sveitarfélags

Á fundi bæjarstjórnar þann 1. ágúst 2018 var samþykkt tillaga um að stjórnskipulag sveitarfélagsins byggi á tveimur fagsviðum og einu stoðsviði. Fagsviðin nefnast fjölskyldusvið og umhverfissvið. Stoðsviðið nefnist stjórnsýslusvið. Fjölskyldusvið er staðsett í ráðhúsinu í Sandgerði, en stjórnsýslusvið og umhverfissvið eru staðsett í ráðhúsinu Garði. 

Starfsemi Sandgerðishafnar heyrir beint undir bæjarstjóra með tengingu við stjórnsýslusvið. Samþykkt var að auglýsa starf hafnarstjóra sem verður stjórnandi hafnarinnar, en næsti yfirmaður hafnarstjóra er bæjarstjóri. Stjórnendur sviða verða sviðsstjórar og verða þeim settar starfslýsingar sem fela í sér lýsingu á hlutverki stjórnenda hjá sameinuðu sveitarfélagi. Starf hafnarstjóra felur ekki í sér sambærilega ábyrgð og umsvif og starf sviðsstjóra, þó hann heyri beint undir bæjarstjóra eins og sviðsstjórar. 

Á meðfylgjandi mynd má sjá myndræna framsetningu skipulagsins og tengsl við fagnefndir. 

Bæjarstjórn telur að það stjórnskipulag sem samþykkt hefur verið sé til þess fallið að styðja við þau verkefni sem framundan eru í sameinuðu sveitarfélagi.