Snjómokstur

Kæru íbúar Suðurnesjabæjar. Við höfum ekki farið varhluta af veðurlægðunum sem ganga yfir landið í röðum þessar vikurnar. Talsverð snjókoma sem þessu fylgir gerir færð erfiða. Starfsmenn áhaldahúsanna hafa lagt nótt við dag við að halda götum opnum eftir fremsta megni. Auk þess hafa verktakar með fleiri vélar aðstoðað okkur við að bregðast við þeim ofsa sem gengið hefur yfir.

Byrjað er að ryðja helstu umferðargötur bæjarfélagsins ásamt aðkomu að skólum og leikskólum. Þar á eftir er farið í húsagötur og minni umferðargötur. Einnig eru göngustígar hreinsaðir eins fljótt og mögulegt er.

Öll snjómoksturstæki áhaldahúsanna hafa verið að störfum nánast allan sólarhringinn síðustu sólarhringa með miklu álagi á starfsmenn. Íbúar og ökumenn eru vinsamlegast beðnir um að fara varlega í kringum tækin sem eru að störfum svo ekki sé talað um að sýna starfsmönnum tækjanna tillitssemi.

Vonandi gengur þetta allt vel og veðrið fari að lagast hér hjá okkur.

Skipulags- og umhverfissvið Suðurnesjabæjar