Sími þjónustuvera opinn frá 10.00 til 14.00

Kæru íbúar og viðskiptavinir Suðurnesjabæjar.

Tekin hefur verið ákvörðun um að loka aðgangi að þjónustuverum Suðurnesjabæjar, bæði í Garði og Sandgerði og mun starfsfólk vinna heiman frá sér frá og með mánudeginum 23. mars. Síminn okkar 425 3000 mun vera opinn alla daga næstu viku frá kl.10.00-14.00. Vinsamlegast beinið erindum eins og hægt er á netfangið afgreidsla@sudurnesjabaer.is. Starfsmenn okkar munu vinna úr erindum eins greiðlega og hægt er.

Félagsmiðstöðvarnar Elding og Skýjaborg munu loka en við hvetjum ykkur til að fylgjast með facebook síðum þeirra og tilkynningum.

Við höldum áfram að upplýsa ykkur um gang mála og breytta þjónustu eftir því sem ákvarðanir eru teknar.

Gangi okkur öllum vel og munum að við erum öll almannavarnir,

Aðgerðastjórn Suðurnesjabæjar