Sandgerðisdagar 2018

Sandgerðisdagar verða dagana 20. til 26. ágúst í Sandgerði. Sandgerðisdagar er skemmtileg hátíð fyrir alla fjölskylduna. Dagskráin verður fjölbreytt að vanda. Meðal annars verður boðið upp á málverkasýningu, tónlistaratriði, flugeldasýningu og margt fleira. 

Á föstudeginum fer fram árlegur knattspyrnuleikur á milli norður- og suðurbæjar. Einnig er dansleikur með Stuðlabandinu í Samkomuhúsinu.

Aðal hátíðardagurinn er á laugardeginum og verður dagskrá frá morgni til kvölds. Ýmsir kom fram á hátíðarsviðinu en þar má nefna Leikhópinn Lottu, Aron Can, Stuðlabandið, Emmsjé Gauta og Kela. Kvöldinu lýkur svo með flugeldasýningu.

Frítt verður í Þekkingarsetur Suðurnesja á laugardeginum og sunnudeginum.