Safnahelgi á Suðurnesjum

Safnahelgi á Suðurnesjum verður haldin í 11. sinn nú um helgina, 9. og 10. mars. Suðurnesjabær tekur þátt og hvetjum við íbúa til þess að skoða það sem boðið er uppá, bæði hér heima og í nágrannasveitarfélögunum.

Bókasöfnin okkar verða bæði opin en í Sandgerði verður t.d. sýning á Múmínálfa könnum og sögu þeirra og í Garðinum verða til sýnis ýmsir gripir úr einkasöfnum nokkurra kvenna sem búsettar eru í Garðinum. Þá tekur Ásgeir á móti gestum í bragganum sem stendur við Búmannahverfið og Byggðasafnið á Garðskaga verður opið og sýningin í stóra vitanum. Ekki má svo gleyma Þekkingarsetrinu í Sandgerði og sýningunni „Heimskautin heilla“ sem er heill ævintýraheimur fyrir bæði börn og fullorðna.

 

Þess má geta að ókeypis er á öll þau söfn sem taka þátt í dagskránni.

 

Hér er hægt að sjá dagskrá Safnahelgar á Suðurnesjum og upplýsingar um þá viðburði sem í boði eru í hverju bæjarfélagi fyrir sig.

Facebook viðburð má finna hér