Roðagyllum heiminn

25. nóvember er alþjóðlegur baráttudagur Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Þann dag hófst árlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið nær hámarki sínu mánudaginn 10. desember, á alþjóða mannréttindadaginn. 10. desember er einnig alþjóðlegur dagur Soroptimista en það er einmitt fyrir stuðlan þeirra samtaka og áskorunar frá þeim sem Suðurnesjabær tekur þátt í átakinu „Roðagyllum heiminn“. Ráðhúsið í Garði og listaverkið Álög við innkomuna í Sandgerði eru því lýst upp með táknrænum hætti í appelsínugulum lit í baráttuna gegn ofbeldi.