Ólafur Þór Ólafsson víkur úr bæjarstjórn Suðurnesjabæjar

Á fundi bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar þann 1. apríl 2020 samþykkti bæjarstjórn ósk Ólafs Þórs Ólafssonar um lausn frá störfum í bæjarstjórn. Ólafur Þór sat þá sinn síðasta fund í bæjarstjórn og sæti hans tók Katrín Pétursdóttir. Eins og fram hefur komið hefur Ólafur Þór tekið til starfa sem sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps.

Á fundinum samþykkti bæjarstjórn eftirfarandi bókun samhljóða:

Ólafur Þór Ólafsson víkur nú sæti í bæjarstjórn Suðurnesjabæjar að eigin ósk, þar sem hann snýr til starfa sem sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps. Ólafur Þór tók fyrst sæti í bæjarstjórn Sandgerðisbæjar eftir sveitarstjórnarkosningar árið 2002. Hann var forseti bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar 2010-2018 og tók sæti í bæjarstjórn Suðurnesjabæjar, sameinaðs sveitarfélags Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs vorið 2018. Ólafur Þór hefur verið formaður bæjarráðs Suðurnesjabæjar frá þeim tíma. Þá hefur Ólafur Þór sinnt ýmsum trúnaðarstörfum sem bæjarfulltrúi fyrir sveitarfélagið og í samstarfi sveitarfélaganna á Suðurnesjum.

Bæjarstjórn, bæjarstjóri og starfsfólk Suðurnesjabæjar færir Ólafi Þór bestu þakkir fyrir ánægjulegt samstarf og framlag hans til samfélagsins með störfum í bæjarstjórnum sl. 18 ár. Jafnframt er honum færðar óskir um velfarnað á nýjum starfsvettvangi.

Myndir: Vf