Malbikunarframkvæmdir á Byggðavegi

Kæru íbúar Suðurnesjabæjar

 

Dagana 13. og 14 maí næstkomandi (mánudag og þriðjudag) eru fyrirhugaðar malbikunarframkvæmdir á Byggðavegi í Sandgerði. Gatan og aðliggjandi götur verða því lokaðar allri umferð meðan á framkvæmdum stendur. Vegfarendum er því bent á að nýta aðrar leiðir á ferðum sínum á þessum tíma.

 

Vonast er eftir að framkvæmdir gangi hratt og vel fyrir sig og beðist er velvirðingar á þeirri truflun sem þetta kann að valda.