Lýðheilsugöngur á miðvikudögum í september

Lýðheilsugöngur á miðvikudögum í september

 

Miðvikudaginn 12. september verður gengið frá Vörðunni kl.18 um jaðar Sandgerðis. Á leið okkar munum við njóta nærumhverfisins í Sandgerði og leiða hugann að því hvernig við getum aukið vellíðan okkar meðal annars með hreyfingu, útivist og samveru. Við munum velta því fyrir okkur hvernig við getum uppfyllt þarfir okkar á jákvæðan og uppbyggilegan hátt og gefa okkur tíma til þess að rækta okkur sjálf á einfaldan hátt. Göngustjóri er Elín Yngvadóttir.

 

Miðvkudaginn 19. september verður gengið frá Íþróttamiðstöð Sandgerðis um nánasta umhverfi. Þemað er Vellíðan og mun Laufey Erlendsdóttir stýra göngunni

 

Miðvikudaginn 26. september verður gengið frá Garðskagavita að Kirkjubóli.Mæting við Garðskagavita, gengið með ströndinni og sagðar/lesnar gamlar þjóðsögur sem gerðust á þessu svæði, áð verður við Hafurbjarnastaði og Kirkjuból þar sem stórir atburðir í Íslandssögunni áttu sér stað, gengið til baka að Garðskagavita.Rannveig Garðarsdóttir mun leiða gönguna.Verkefnið er hluti af Lýðheilsugöngum FÍ og verður gengið alla miðvikudaga í september.
Ekki láta þig vanta.