Tvö spennandi tækifæri fyrir fólk á Suðurnesjum sem við hvetjum íbúa Suðurnesjabæjar til að kynna sér.
Annars vegar er um að ræða námskeiðið Brautargengi sem sniðið er fyrir konur sem vilja hrinda viðskiptahugmynd í framkvæmd í nýju eða starfandi fyrirtæki og hins vegar er verið að leita eftir góðum viðskiptahugmyndum sem auka flóru atvinnulífs á Suðurnesjum.
Umsóknarfrestur er til og með 23. september.