Lokað vegna malbikunar

Mánudag 8.júlí verður malbikað á Garðvegi við Hólmsvöll. Garðvegi verður lokað á milli Garðs og Helguvíkur og viðeigandi merkingar og hjáleiðir verða settar upp skv. viðhengdu lokunarplani 8.0.52.

 

Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 08:00 til kl. 19:00.

 

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.