Dagskrá fyrsta sunnudags í aðventu í Suðurnesjabæ
- 13.00-16.00 – Jól á Bókasafninu í Sandgerði. Jólabíó, jólamyndir til þess að lita, kaffi og piparkökur.
- 14.00 – Messa í Útskálakirkju. Kirkjudagur Kvenfélagsins Gefnar, tónlistaratriði frá Tónlistarskólanum í Garði, Söngsveitin Víkingar syngur, kirkjukórinn og barnagospelkór Útskálakirkju syngja.
- 15.00 – Jólabasar Kvenfélagsins Gefnar í húsi Kiwanisfélagsins í Garði.
- 17.00 – Jólaljósin tendruð á jólatrénu við Ráðhúsið í Garði. Barnakórinn syngur undir stjórn Freydísar Kneifar, Skjóða og jólasveinar kíkja í heimsókn og gleðja börnin með leik, góðgæti og söng. Kakó og piparkökur til að ylja sér í kuldanum í umsjón Unglingaráðs Víðis/Reynis.
- 18.00 – Jólaljósin tendruð á jólatrénu við Sandgerðisskóla. Barnakór Sandgerðisskóla syngur undir stjórn Sigurbjargar Hjálmarsdóttur og við undirleik Sigurgeirs Sigmundssonar, Skjóða og jólasveinar kíkja í heimsókn og gleðja börnin með leik, góðgæti og söng. Kakó og piparkökur til að ylja sér í kuldanum í umsjón Kvenfélagsins Hvatar.
Við hvetjum íbúa og fjölskyldur Suðurnesjabæjar til þess að gleðjast saman, láta sjá sig og sjá aðra við upphaf aðventu.