Framkvæmdir við nýtt hringtorg á gatnamótum Byggðavegar, Hlíðargötu og Austurgötu

Framkvæmdir við nýtt hringtorg á gatnamótum Byggðavegar, Hlíðargötu og Austurgötu

 

Kæru íbúar og aðrir vegfarendur í Sandgerði.

Nú hafa framkvæmdir við nýtt hringtorg á gatnamótum Byggðavegar, Hlíðargötu og Austurgötu staðið yfir í nokkurn tíma og munu halda áfram næstu vikurnar. Veitufyrirtækin hafa lokið sínum störfum og á næstu dögum mun verktakafyrirtækið Grjótgarðar hefja starfsemi á svæðinu við jarðvinnu og lokafrágang.

Viljum við því benda íbúum og öðrum vegfarendum á að búast má við einhverjum truflunum og lokunum á næstu vikum.

Vonum við að vegfarendur taki tillit til framkvæmdaðila og sýni þessum framkvæmdum skilning og auðmýkt.

Nýtt hringtorg mun auka öryggi vegfarenda og bæta samgöngur sem er allra hagur.

Góðar stundir.