Fjölbreytt og skemmtileg störf hjá Suðurnesjabæ

Fjölbreytt og skemmtileg störf hjá Suðurnesjabæ

Suðurnesjabær auglýsir eftir tveimur starfsmönnum á stjórnsýslusviði.

Þjónustufulltrúi í 100% stöðu

Við leitum eftir einstaklingi með mikla þjónustulund sem er tilbúinn að vinna með okkur í því að efla áfram þjónustu í ört stækkandi sveitarfélagi.

Þjónustufulltrúi er eitt af andlitum Suðurnesjabæjar og annast m.a. afgreiðslu, móttöku erinda, skráningu reikninga og sinnir upplýsingagjöf.

Hæfniskröfur:

 • Reynsla af móttökuritarastarfi eða nám í skrifstofunámi er kostur.
 • Almenn tölvukunnátta.
 • Rík þjónustulund, drifkraftur og jákvæðni.
 • Geta til að vinna bæði sjálfstætt og í teymi.
 • Góð íslenskukunnátta er skilyrði.
 • Góð færni í ensku eða öðru tungumáli er kostur.

 Starfsmaður í bókhaldi – tímabundin ráðning til eins árs í 50% starf

Við leitum eftir talnaglöggum einstaklingi til að sinna almennu bókhaldi og innheimtu, upplýsingagjöf og öðrum tilfallandi verkefnum.

Hæfniskröfur:

 • Þekking og reynsla af bókhaldsstörfum er skilyrði.
 • Góð almenn tölvukunnátta er skilyrði.
 • Þekking á Navision er æskileg.
 • Góð færni í Excel.
 • Nákvæmni, samviskusemi og skipulagshæfileikar.
 • Hæfni í mannlegum samskiptum og lausnamiðuð hugsun.

 Umsóknarfrestur er til og með 30. september 2019.

Nánari upplýsingar veitir Bergný Jóna Sævarsdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs í síma 423-3000. Umsóknum ásamt starfsferilskrá skal senda á netfangið afgreidsla@sudurnesjabaer.is eða á skrifstofu Suðurnesjabæjar að Sunnubraut 4, 250 Suðurnesjabæ.

*Laun taka mið af starfsmati og kjarasamningum viðkomandi BSRB/ASÍ félaga við Samband íslenskra sveitarfélaga.

 

Við hvetjum alla áhugasama til að sækja um.

 Fagmennska – Samvinna - Virðing