Ferskir vindar um helgina

Listahátíðin Ferskir vindar sem nú stendur yfir í Suðurnesjabæ hefur lífgað uppá bæinn síðustu daga og vikur. Hátíðinni voru gerð góð skil í Menningunni á RÚV í vikunni. Nú um helgina gefst tækifæri til þess að skoða þær sýningar sem settar eru upp, bæði í Garði og Sandgerði. Rúta fer frá Ráðhúsinu í Garði kl.14.00 báða dagana sem ferjar gesti á milli sýningarsvæða og um leið gefst gestum tækifæri á að hlusta á kynningar listamanna. Dagskráin er fjölbreytt og ættu allir gestir að finna eitthvað við sitt hæfi.

 

Myndin sem tekin ef af Sophie Bey sýnir frá verkinu "Sacred noise" í Sandgerðiskirkju.
Halldór Lárusson [Iceland] - Drums
Natsuki Tamura [Japan] - Didjeridoo
Amon Bey [USA - France] - Dance & choregraphy
chia - hui 羅嘉惠 [Taïwan] - Art installation