Áskorun til íbúa Suðurnesjabæjar

Það er í senn mikilvægt og nauðsynlegt að allir fari eftir tilmælum og leiðbeiningum varðandi sóttvarnir í þeim tilgangi að hefta sem mest útbreiðslu smita vegna COVID-19 veirunnar. 

Eftirfarandi er ítrekað við íbúa Suðurnesjabæjar sem eru hvattir til að fara eftir tilmælum:

  • Einn einstaklingur frá hverju heimili annist innkaup í verslun fyrir heimilið.
  • Til að lágmarka dvalartíma í verslun hafi sá einstaklingur sem annast innkaup með sér innkaupalista.
  • Einstaklingar virði ráðlagða fjarlægð milli einstaklinga og að nánd milli einstaklinga sé a.m.k. tveir metrar.
  • Einstaklingar noti sótthreinsandi vökva og spritti hendur þegar gengið er inn og út úr verslun.
  • Einstaklingar sem hafa einkenni inflúensu fái vini eða ættingja til að útrétta fyrir sig eða nýti heimsendingarþjónustu ef hún er fyrir hendi.
  • Íbúar nýti sér rafræna þjónustu og samskipti eftir því sem mögulegt er.

Allir íbúar Suðurnesjabæjar eru hvattir til að standa saman um að fylgja leiðbeiningum og fyrirmælum á hverjum tíma til að hefta sem mest útbreiðslu smita af völdum COVID-19 veirunnar í samfélaginu. Þá eru foreldrar og forráðamenn hvattir til þess að ræða við börn sín og leiðbeina þeim um viðeigandi hegðun.

Við erum öll almannavarnir