Aldraðir í Suðurnesjabæ - opinn fundur

Vilt þú hafa áhrif?

Opinn fundur föstudaginn 17. janúar 2020, kl. 13:00 – 15:00.

Markmiðið er að skapa umræðu meðal áhugasamra um öldrunarmál og draga fram væntingar, viðhorf og hugmyndir um hvernig stuðla megi að farsælum efri árum íbúa. Ingrid Kuhlman mun stýra fundinum.

Þátttakendum verður boðið upp á súpu kl. 12.00 áður en fundur hefst.

Allir velkomnir!

Skráning á fundinn fer fram í Auðarstofu, Miðhúsum eða í síma 425-3000.