Bókasafn Suðurnesjabæjar í Sandgerði opið á mánudag

Suðurnesjabær hefur tekið ákvörðun um að loka Bókasafni Suðurnesjabæjar í Sandgerði tímabundið sem mótvægisaðgerð vegna Covid-19. Bókasafnið verður opið á mánudaginn 16. mars frá 09:00 – 17:30 og gefst íbúum Suðurnesjabæjar þá tækifæri til þess að skila og fá lánaðar bækur og blöð. Hægt verður að framlengja lán, endurnýja með tölvupósti, símtali eða í gegn um skilaboð á facebook eða á leitir.is. Engar sektir verða innheimtar meðan þessi ákvörðun er í gildi.

Við hvetjum ykkur til að koma á mánudaginn og byrgja ykkur upp af lesefni, nóg er til!