Bókalúgan opnar á Bókasafni Suðurnesjabæjar í Sandgerði

 

Bókalúgan opnar á Bókasafni Suðurnesjabæjar í Sandgerði

Við ætlum að gera tilraun og bjóða uppá þá nýjung að opna „Bókalúguna“ í Bókasafninu í Sandgerði.

Þjónustan verður með þeim hætti að Bókasafnið verðu opið á hefðbundum opnunartíma, mánudaga til fimmtudaga frá kl.08.15 til kl. 17.30 og frá kl.08.15 til 12.00 á föstudögum og á þeim tíma munu starfsmenn safnsins taka við pöntunum og afgreiða pantanir í gegnum Bókalúguna.

Til þess að fá lánaðar bækur er hægt að:

-           hringja í síma 425 3110

-          senda tölvupóst á netfangið bokasafn@sudurnesjabaer.is

-          senda okkur línu á facebooksíðu safnsins sem ber heitið Bókasafn Sandgerðis

Bækurnar verða svo afgreiddar í gegnum Bókalúguna sem er við innganginn á safninu.

Við vonum að íbúar Suðurnesjabæjar nýti sér þessa þjónustu en fátt er betra en að grípa í góða bók þegar maður þarf að dreifa huganum.

Bókalúgan opnar mánudaginn 23. mars en hægt er að byrja að eiga samskipti og leggja inn pantanir á bókum. Við hlökkum til þess að heyra frá ykkur!

Þær fréttir voru einnig að berast að Rafbókasafnið var að bæta við bókatitlum í safnið hjá sér. Ef þú átt bókasafnskort þá er ekki úr vegi að líta á úrvalið á https://rafbokasafnid.overdrive.com/.

Við minnum á að allir íbúar Suðurnesjabæjar eiga þess kost að fá frítt kort að safninu.

Starfsfólk bókasafnanna

 --------------------

The library window will open at March 23rd.

We are going to open the Library in Sandgerði - but in the time of the CORONA virus books will be served through our "Library window".

Opening hours: Monday to - Thursday from 08.15 to 17.30.

Friday from 08.15 to 12.00.

It´s very easy:

Give us a call, send us e-mail or messag on facebook.

Tel: 425 3110

E- email: bokasafn@sudurnesjabaer.is

Facebook: Look for Bókasafn Sandgerðis

We will let you know when we have found your book and hand it out to you through The Library Window which is just nest to the main door of the library

If you have a library card you can also get an e- book" at https://rafbokasafnid.overdrive.com

Please notice that all residents of Suðurnesjabær can have a free library card.

With love of the book

The Library staff