Bókalúgan lokar

Kæru lánþegar!

Við verðum því miður að skella alveg í lás á bókasafninu og þar með bókalúgunni. Engar undanþágur eru veittar vegna lokunar bókasafna, sama í hvaða formi útlán eru.

Við opnum um leið og við fáum grænt ljós og hvetjum íbúa, stóra sem smáa til þess að halda áfram að lesa, nota tæknina og ná sér í rafbækur eða jafnvel hefja skrif á sínum eigin sögum og ljóðum.

Kærar lestrarkveðjur til ykkar allra.

Starfsfólk bókasafns Suðurnesjabæjar í Garði og Sandgerði