Fréttir

Bæjarstjórn heldur sinn fjórða fund

4. fundur Bæjarstjórnar verður haldinn í Ráðhúsinu í Garði, 1. ágúst 2018 og hefst kl. 17:30

Magnús Stefánsson ráðinn bæjarstjóri

Á fundi bæjarstjórnar Sameinaðs sveitarfélags Sandgerðisbæjar og Garðs þann 18. júlí var samþykkt tillaga um að Magnús Stefánsson verði ráðinn bæjarstjóri í Sameinuðu sveitarfélagi Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs kjörtímabilið 2018-2022.

Aukafundur bæjarstjórnar kl.17 í dag

Boðað er til aukafundar í bæjarstjórn Sameinaðs sveitarfélags Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs þann 18. júlí kl. 17 . Fundurinn er sá þriðji í röðinni og fer fram í ráðhúsinu Garði.

Umsækjendur um starf bæjarstjóra Sameinaðs sveitarfélags Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs

Umsóknir um starf bæjarstjóra Sameinaðs sveitarfélags Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs voru 19, en 4 umsækjendur hafa dregið umsókn sína til baka.

Fyrsti lóðarleigusamningurinn undirritaður

Mikil uppbygging á sér stað bæði í Garði og Sandgerði þessi misserin og fjölgar íbúum ört. Fyrsti lóðarleigusamningur Sameinaðs sveitarfélags Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs var undirritaður þann 9. júlí um lóðina Breiðhól 1 í Sandgerði.

Annar fundur bæjarstjórnar

Annar fundur bæjarstjórnar verður haldinn í ráðhúsinu í Garði 4. júlí 2018 og hefst kl. 17.30.

Leikhópurinn Lotta sýnir leikritið Gosa á lóð Sandgerðisskóla

Leikhópurinn Lotta sýnir Gosa á lóð Sandgerðisskóla, mánudaginn 2. júlí kl 18:00. Miðar eru seldir á staðnum og ...

Bæjarstjóri í nýju sveitarfélagi

Ný bæjarstjórn óskar eftir að ráða öflugan bæjarstjóra til að leiða sameinað sveitarfélag og þær breytingar sem hafnar eru. Framundan eru fjölmörg krefjandi verkefni við að sameina íbúa og starfsfólk um nýtt sveitarfélag, og spennandi tækifæri sem m.a. tengjast alþjóðaflugvelli í landi sveitarfélagsins

Breytingar á svæðisskipulagi Suðurnesja

Lögð er fram til kynningar verkefnislýsing vegna breytinga á svæðisskipulagi Suðurnesja 2008-2024 sbr. 2. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Breytingar felast í breyttri afmörkun vatnsverndarsvæða í Reykjanesbæ og nýs flugbrautarkerfis Keflavíkurflugvallar.

Bæjarstjórn sveitarfélagsins

Í sveitarstjórnarkosningunum þann 26. maí 2018 var kjörin níu manna bæjarstjórn í sameinuðu sveitarfélagi Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs.