Æfingar í beinni fyrir eldri borgara

 

Í kjölfar aðstæðna hefur Suðurnesjabær brugðið á það ráð að vera með æfingar fyrir eldri borgara í gegnum internetið.

 

Hópurinn ber nafnið “ Flott Þrek Líkamsrækt fyrir eldri borgara Suðurnesjabæ" á Facebook og allir eldri borgarar í Suðurnejsabæ hvattir til að bæta sér í hópinn. Treyst er á að aðstandendur rétti fram hjálparhönd með að koma sem flestum í hópinn..

 

Þjálfarar Flott þrek eru þar með stólaleikfimi í beinni útsendingu á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 10:30.

 

Á síðunni má einnig finna tíma í stóla zúmba dansi fyrir eldri borgara.

 

Hægt er að taka þátt og gera æfingarnar með í beinni útsendingu en öll myndböndin má líka spila eftirá og gera æfingarnar á öðrum tíma eða bara aftur.

 

Spurning dagsins, hvað heitir tuskan sem Þurý þjálfari notar sér til aðstoðar í æfingunum? Horfið á til þess að finna svarið