Aðalskipulag

Mótum saman nýtt aðalskipulag

  • Hverjar eru áherslur framtíðarinnar?
  • Er hægt að gera allt í Suðurnesjabæ?
  • Er nóg af öllu sem gott sveitarfélag þarfnast?
  • Er hægt að ganga og hjóla í alla þjónustu?
  • Henta íbúðirnar þörfum íbúanna?
  • Er gott að vera ungur í Suðurnesjabæ?
  • Eru leik- og íþróttasvæði nógu mörg?
  • Hvað liggur þér á hjarta?

Allskonar hugmyndir!

Þær verða allar skoðaðar og notaðar til að móta framtíðarsýn í nýju skipulagi Suðurnesjabæjar.

Sendið hugmyndir á netfangið postur@sudurnesjabaer.is eða komið með þær í ráðhúsin okkar við Sunnubraut 4 eða í Vörðunni, Miðnestorgi 3.

Frábært væri að fá sem flestar hugmyndir fyrir miðvikudaginn 15. mars 2019.

 

Suðurnesjabær mun í kjölfar hugmynda frá íbúum, standa að samkeppni til að velja skipulagsráðgjafa til að vinna að nýju aðalskipulagi.

Verður sú samkeppni kynnt síðar.